14 ára piltur handtekinn í Bretlandi

Í desember sl. létu þrír lífið þegar byssumaður tók 17 …
Í desember sl. létu þrír lífið þegar byssumaður tók 17 gísla á kaffihúsi í Sidney. Byssumaðurinn var einn látnu. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. AFP

Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa handtekið 14 ára dreng í tengslum við meinta fyrirætlun um hryðjuverk í Ástralíu. Pilturinn var handtekinn á laugardag og er enn í haldi lögreglu, samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester.

Árásaráætlunin er sögð hafa sótt innblástur til hryðjuverkasamtakanna Ríki íslam.

Fjórir voru handteknir af lögregluyfirvöldum í Ástralíu í Melbourne á laugardag og einn ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk 25. apríl næstkomandi, þegar athafnir fara fram til minningar um ástralska og nýsjálenska hermenn sem létust í Gallipoli í Tyrklandi í fyrri heimstyrjöldinni.

Einn lögreglumannanna sem staðið hefur að rannsókn málsins í Bretlandi segir að upp hafi komist um samskipti milli breska piltsins og manns í Ástralíu, sem hafi varðað yfirvofandi hryðjuverk. „Um leið og upplýsingarnar bárust brugðumst við umsvifalaust við í samstarfi við yfirvöld hér og erlendis,“ sagði yfirrannsóknarlögreglumaðurinn Tony Mole.

Lögregla sagði að drengurinn, frá Blackburn í Lancashire, hefði fyrst verið handtekinn 2. apríl sl., eftir rannsókn á rafrænum búnaði. Hún ítrekaði að ekkert benti til þess að árás hefði verið skipulögð í Bretlandi.

Frétt mbl.is: Komu í veg fyrir hryðjuverk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert