Skaut kennara með lásboga

Lögreglu- og sjúkrabílar fyrir utan Joan Fuster Institue í Barcelona …
Lögreglu- og sjúkrabílar fyrir utan Joan Fuster Institue í Barcelona í morgun. AFP

Nemandi skaut kennara í skóla í Barcelona til bana með lásboga í morgun. Þetta kemur fram í spænskum fjölmiðlum. Drengurinn er sagður 13 ára gamall. Hann hefur verið handtekinn.

Í frétt BBC um málið segir að ekki sé ljóst hvað bjó að baki árásinni. Lögreglan hefur ekki staðfest hvers kyns vopnið var eða í hvaða skóla árásin var gerð. Spænskir fjölmiðlar segja að atvikið hafi átt sér stað í Instituto Joan Foster.

Að minnsta kosti fjórir til viðbótar særðust í árásinni.

Kennarinn sem lést var að hlífa öðrum, segir spænska dagblaðið El Mundo. 

Fjölmiðlar á Spáni segja að drengurinn hafi mætt vopnaður lásboga og hnífi í skólann í morgun. Hann hafi farið inn í skólastofu og sært kennara og dóttur kennarans sem var nemandi í kennslustundinni. Þegar annar kennari heyrði öskur kom hann inn í stofuna og var skotinn til bana.

Borgarstjóri Barcelona, Xavier Trias, segist á Twitter vera harmi sleginn vegna málsins og heitir því að styðja fórnarlömb árásarinnar.

Mikill viðbúnaður var við skólann í morgun.
Mikill viðbúnaður var við skólann í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert