120 árásir á einni viku

Íraskar öryggissveitir hafa náð nokkrum árangri í baráttunni gegn Ríki …
Íraskar öryggissveitir hafa náð nokkrum árangri í baráttunni gegn Ríki íslam á síðustu misserum. AFP

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa gert árásir á um 120 skotmörk í Írak á síðastliðinni viku. Árásirnar beindust einkum gegn skotmörkum vestur og norður af Baghdad í Anbar og Nineveh, þar sem ítök Ríkis íslam eru hvað mest, og í Baiji í Salaheddin.

Meðal skotmarkanna voru hersveitir samtakanna, hergögn og byggingar. Samkvæmt upplýsingum frá bandalaginu voru 26 árásir framkvæmdar frá sunnudegi og fram á mánudagsmorgun, og 119 alls síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert