Dularfullt dauðsfall auðjöfurs

Dorchester-hótelið í London.
Dorchester-hótelið í London. Af Wikipedia

Tveir menn hafa verið handteknir í kjölfar „óútskýrðs“ dauðsfalls auðjöfurs á Dorchester-hótelinu í London. Lögreglan var kölluð að hótelinu á föstudag eftir að tilkynnt var að maður væri meðvitundarlaus í einu herbergi þess.

Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að þegar sjúkralið hafi komið á vettvang hafi maðurinn verið látinn. Hann er sagður vera ríkur, arabískur ferðamaður á fimmtugsaldri.

Í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Talsmaður Lundúnalögreglunnar segir að lögreglan sé nú að reyna að hafa uppi á ættingjum hins látna. 

 Dorchester-hótelið er fimm stjörnu lúxushótel og vinsælt meðal hinna ríku og frægu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert