„Hún verður hamingjusöm stúlka“

Litla prinsessan.
Litla prinsessan. AFP

Nýja prinsessan í Bretlandi verður viljasterk og skapandi, frjálslynd og orkumikil. Þetta segir kínversk spákona um litlu stúlkuna sem kom í heiminn í gær.

Prinsessan er fædd í merki kindarinnar, samkvæmt kínverskri stjörnuspeki. Spákonan Thierry Chow, sem er m.a. sérfræðingur í feng shui, segir að sú stutta sé mjög sterk. 

„Það gefur vísbendingu um að hún muni færa fjölskyldu sinni gæfu,“ segir hún.

Prinsessan er fjórða í erfðaröðinni að krúnunni eftir Karli afa sínum, Vilhjálmi Bretaprins og Georg, stóra bróður sínum. Önnur kínversk spákona segir að hún verði listhneigð og frjálslynd

„Hún hefur listræna hæfileika og vill ekki samþykkja óbreytt ástand, ólíkt bróður hennar sem verður agaðri og hlédrægari,“ segir spákonan Mak. Georg litli er fæddur á ári snáksins. 

„Hún verður hamingjusöm stúlka, og mun ekki vilja aga og reglur. Þegar þú setur reglur mun hún alltaf vilja vera hún sjálf,“ segir Mak.

Litla prinsessan hefur enn ekki fengið nafn. Hún er fyrsta prinsessan sem fæðist í bresku konungsfjölskyldunni frá því að Eugnie, dóttir Andrésar prins, fæddist fyrir 25 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert