Drápu eftirlýstan hryðjuverkamann

AFP

Filippseyingur, sem var á lista yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn í Bandaríkjunum, var skotinn til bana í suðurhluta Filippseyja, samkvæmt upplýsingum frá hernum og öfgahreyfingunni sem hann tilheyrði.

Abdul Basit Usman var skotinn til bana í afskekktu fjallahéraði þegar liðsmenn Moro Islamic Liberation Front (MILF), stærstu uppreisnarhreyfingar landsins, voru að flytja hann á milli staða.

Við getum staðfest að Usman er látinn og lík hans hafi verið grafið að múslímskum sið, segir varaforseti samtakanna MILF, Ghazali Jaafar, í samtali við AFP-fréttastofuna.

MILF vinnur að gerð samkomulags við stjórnvöld á Filippseyjum um að binda enda á fjögurra áratuga átök sem hafa kostað um 120 þúsund manns lífið.

Sérsveitarmenn hafa verið á eftir Usman síðan hann slapp úr haldi lögreglu í janúar en Usman var talinn bera ábyrgð á nokkrum sprengjutilræðum á Filippseyjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert