Greint frá nafni byssumanns

Starfsmenn tæknideildar lögreglunnar í Dallas sjást hér fjarlægja lík af …
Starfsmenn tæknideildar lögreglunnar í Dallas sjást hér fjarlægja lík af vettvangi árásarinnar í Garland. AFP

Bandaríska alríkislögreglan hefur greint frá nafni annars þeirra sem gerðu árás í Dallas þar sem samkeppni í skopmyndum um Múhameð spámann fór fram í gær. Fram kemur í bandarískum fjölmiðlum að annar byssumannanna heiti Elton Simpson, en hann hefur áður verið til rannsóknar vegna gruns um hryðjuverk.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að fulltrúar FBI hafi framkvæmt húsleit í íbúð í Phoenix í Arizona þar sem Simpson er sagður hafa búið. 

Tveir byssumenn voru skotnir til bana eftir að hafa hafið skothríð fyrir utan staðinn í Garland, sem er úthverfi Dallas, þar sem samkeppnin fór fram í gær. 

Árásarmennirnir, sem voru vopnaðir hríðskotarifflum, skutu m.a. á tvo lögreglumenn sem voru staddir á bílastæði. Annar þeirra skaut til baka og felldi hann byssumennina. Öryggisvörður, sem var með lögreglumönnunum, hlaut skotsár á fæti. Hann var fluttur á sjúkrahús en hefur verið útskrifaður. 

Samtökin American Freedom Defense Initiative (AFDI) skipulögðu samkeppnina sem var haldin í úthverfi Dallas og meðal þeirra sem þar komu fram var hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders, sem hefur barist hart gegn múslímum. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert