Gripin glóðvolg við að hrækja á mat

Haley King er hér staðin að verki
Haley King er hér staðin að verki Skjáskot af Youtube

Haley King, 22 ára háskólanemi í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, hefur verið handtekin eftir að hún hrækti og spreyjaði gluggahreinsi á mat í ísskáp sem hún deildi með tveimur öðrum nemendum í skólanum. Meðleigjendur hennar tóku atvikið upp. 

King var í kjölfarið handtekin, grunuð um að hafa bætt hættulegu efni við matvæli og gæti hún átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Er hún sögð hafa rifist harkalega við meðleigjendur sína vikurnar áður en hún lét til skarar skríða. 

Hinar stúlkurnar í íbúðinni vildu losna við King sem neitaði að fara. Þá urðu þær smeykar við hana og gripu því til þess ráðs að koma fyrir öryggismyndavélum í íbúðinni. Á myndum úr þeim má sjá stúlkuna spýta í mat og spreyja gluggahreinsi á hann. 

King játaði glæp sinn og var sleppt gegn greiðslu tryggingar. Hún á aftur að mæta fyrir dómara síðar í dag.

Hér má sjá myndbandið:

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert