Prinsessan farin í sveitina

Karlotta Elísabet prinsessa.
Karlotta Elísabet prinsessa. AFP

Katrín hertogaynja, Vilhjálmur Bretaprins og fjögurra daga gömul dóttir þeirra, Karlotta prinsessa, hafa yfirgefið Kensington-höll í London. Ferðinni er heitið á sveitasetu fjölskyldunnar í Norfolk. Að sjálfsögðu var Georg prins einnig með í för.

Sveitasetrið, Anmer Hall, er frá Georgstímanum (1714-1830) og hefur verið enduruppgert. Það er á landareign Elísabetar drottningar í Sandringham.

Karlotta prinsessa hefur nú hitt flesta nánustu ættingja sinna, ef undan er skilinn Harry prins sem er við skyldustörf í Ástralíu.

 Vilhjálmur Bretaprins mun taka sér tveggja vikna fæðingarorlof. Hann starfar sem flugmaður á sjúkravélum breska hersins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert