Íhaldsflokkurinn stærstur

Kjörstöðum hefur verið lokað í Bretlandi en yfir 50.000 slíkir hafa verið opnir frá því klukkan 7 að staðartíma í morgun. Milljónir Breta hafa greitt atkvæði í þingkosningunum í dag. Samkvæmt útgönguspá, sem var lesin upp þegar klukkuturninn Big Ben sló tíu, er Íhaldsflokkurinn stærstur með 316 þingmenn og hafa þeir bætt við sig 10 þingmönnum frá síðustu kosningum. 

Samkvæmt spánni fær Verkamannaflokkurinn 239 þingmenn, Skoski þjóðarflokkurinn 58 þingmenn (af 59 í Skotlandi), Frjálslyndir demókratar 10 þingmenn og breski Sjálfstæðisflokkurinn tvo menn. Aðrir fá 25 þingmenn, þ.e. sé spáin rétt og nákvæm.

Flokkarnir þurfa 326 sæti til að tryggja sér meirihluta á þingi.

Það skal þó tekið fram að þetta eru ekki endanlegar niðurstöður, en þeirra er ekki að vænta fyrr en á morgun. Margt getur breyst og nóttin er ung.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert