Prinsinn fær fjölmörg bónorð

Þúsundir Ástrala reyndu að berja Harry Bretaprins augum við óperuhúsið í Sydney í dag. Konur voru áberandi í hópnum og einhverjar þeirra voru með borða með áletrunum eins og „His Royal Hotness“ og ein bað prinsinn um að giftast sér.

Harry, sem er þrítugur að aldri, hefur verið að störfum með ástralska hernumí mánuð en hann mun láta af störfum hjá breska hernum í júní.

Aðspurður um litlu frænkuna, Charlotte, dóttur Vilhjálms prins og Katrínar, sagði Harry hana yndislega en Harry hefur enn ekki hitt litlu prinsessuna sem fæddist um síðustu helgi. En nú er dvöl hans að ljúka í Ástralíu, dvöl sem Harry segir að hafa verið stórkostleg. 

Um helgina er för prinsins heitið til Nýja-Sjálands þar sem hann mun dvelja í nokkra daga.

Það er greinilega eftirsótt að fá sjálfsmynd af sér með …
Það er greinilega eftirsótt að fá sjálfsmynd af sér með Harry AFP
Bónorð biðu Harrys við komuna til Sydney
Bónorð biðu Harrys við komuna til Sydney AFP
Harry sést hér ræða við forsætisráðherra New South Wales ríkis, …
Harry sést hér ræða við forsætisráðherra New South Wales ríkis, Mike Baird á tröppum óperuhússins í Sydney. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert