11 dæmdir vegna morðsins á Farkhundu

Ellefu afganskir lögreglumenn voru í morgun dæmdir í árs fangelsi fyrir vanrækslu í starfi í tengslum við morðið á Farkundu í Kabúl í mars sl. BBC greinir frá þessu.

Fark­hunda, var 28 ára göm­ul en hún var bar­in til bana eft­ir að hafa verið sökuð um að hafa brennt kór­an­inn, þrátt fyr­ir að vitni hafi sagt að það væri ekki rétt.

Fyrr í mánuðinum voru fjórir menn dæmdir til dauða fyrir að hafa tekið Farkhundu af lífi án dóms og laga. Þá voru átta dæmd­ir í sex­tán ára fang­elsi fyr­ir aðild að morðinu en 18 voru sýknaðir. 

Eft­ir morðið á Fark­hunda var meðferð á kon­um víða mót­mælt, meðal ann­ars á Íslandi. 

Við réttarhöldin í dag voru átta lögreglumenn sýknaðir af aðild að málinu. 

Það var far­and­sölumaður við Shah-Du-Shamshaira skrínið sem laug því að Fark­hunda hefði kveikt í kór­arn­in­um en hún hafði sakað hann um að brjóta lög íslams með því að selja lít­il bréfsnifsi með trú­ar­leg­um textum ("tawiz") und­ir því yf­ir­skini að text­arn­ir væru kraft­mik­ill galdra­seiður.

Æstur múgur safnaðist í kring­um þau þann 19. mars sl. barði hana og kveiktu svo í henni við bakka Kabúlár­inn­ar.

Gríðarleg reiði greip um sig meðal margra Af­g­ana vegna of­beld­is sem marg­ar af­gansk­ar kon­ur þurfa að þola.

Farandsölumaðurinn er einn þeirra sem var dæmdur til dauða fyrr í mánuðinum. Það er niðurstaða rannsóknardómara að ekkert bendi til þess að Farkhunda hafi kveikt í kórarninum og að ásakanirnar séu uppspuni frá rótum.

Gríðarlega margir tóku þátt í mótmælum í kjöfar morðsins á …
Gríðarlega margir tóku þátt í mótmælum í kjöfar morðsins á Farkhundu enda þykir það dæmi um erfitt hlutskipti kvenna í Afganistan. AFP
Ættingjar Farkhunda fylgdust með réttarhöldunum.
Ættingjar Farkhunda fylgdust með réttarhöldunum. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert