Kim Jong-Un óánægður með býlið

Kim Jong-un var ekki svona ánægður þegar hann heimsótti jarðskjaldbökubýlið.
Kim Jong-un var ekki svona ánægður þegar hann heimsótti jarðskjaldbökubýlið.

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-Un, var ekki ánægður þegar hann heimsótti jarðskjaldbökubýli í landinu nýlega og mætti ætla að starfsmennirnir hafi helst viljað draga sig inn í skel líkt og íbúar býlisins þegar leið á heimsóknina.

Kim Jong-Un heimsótti býlið til að kanna aðstæður. Á stórri mynd sem prýðir forsíðu blaðs Rodong Sinmun, stærsta flokksins í landinu, má sjá leiðtogann og virðist hann vera afar pirraður. Bendir hann á hóp starfsmanna sem vinna við að byggja hús á býlinu. Leiðtoginn gagnrýndi afköst starfsmannanna, aðferðir þeirra og hugsunarhátt.

Faðir Kim Jong-Un og fyrrverandi leiðtogi landsins hafði sérstakan áhuga á býlinu. Hann féll frá í desember árið 2011. Dagblaðið hafði eftir Kim Jong-Un að ef allir starfsmenn ríkisins ynnu líkt og þeir sem starfa á býlinu, myndi Norður-Kórea aldrei ná þeim markmiðum sem faðir hann setti.

Jarðskjaldbökur hafa löngum verið vinsælar í Norður-Kóreu og eru einkum notaðar í súpu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert