Hrinti manni niður á lestarteina

Við lestarpall í New York borg. Mynd úr safni.
Við lestarpall í New York borg. Mynd úr safni. AFP

Kona frá Queens í New York hefur verið dæmd í 24 ára fangelsi fyrir að hrinda manni niður á teina neðanjarðarlestar. Konan segist hafa hrint manninum af trúarlegum ástæðum. Hún heitir Erika Menendez og er 33 ára. Hún viðurkenndi fyrir dómara að hafa ýtt manninum og valdið dauða hans. Maðurinn sem hún ýtti hét Sunnando Sen og var 46 ára gamall. 

Sky News segir frá þessu. 

Atvikið átti sér stað 27 desember 2012 í Sunnyside í Queens. Að sögn saksóknara í málinu sást Menendez ganga fram og til baka á lestarpallinum og muldra við sjálfan sig rétt fyrir árásina. 

Hún sagði rannsakendum málsins að hún hefði hrint Sen því hún hataði hindúa og múslíma. „Síðan 2001, þegar þeir felldu Tvíburaturnanna, hef ég verið að ráðast á þá,“ sagði hún. 

Sen sneri bakinu í Menendez er hann beið eftir lestinni. Hún hrinti honum niður á teinanna en Sen lést þegar hann varð fyrir lestinni. 

Dómari í málinu, Gregory Lasak, sagði að dauði Sen hefði haft áhrif á þær milljónir sem nota samgöngukerfi New York borgar. „Þú valdir Sen, sem var á þessum lestarpalli, og þú stóðst bakvið hann og eltir hann. Þetta var sérstaklega gróft morð,“ sagði Lasak við réttarhöldin. „Ég get aðeins ímyndað mér hans hinstu hugsanir. Þetta er hræðileg, hræðileg leið til þess að deyja.“

Menendez var þó ekki ákærð fyrir morð heldur manndráp. Var það gert vegna andlegra veikinda hennar og eiturlyfjafíknar. 

Samkvæmt frétt Sky News var Sen upphaflega frá Kolkata á Indlandi. Hann átti með öðrum prentunarþjónustu í Washington Heights.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert