53 með salmonellu í Bandaríkjunum

Flestir þeirra sem veiktust höfðu nýlega borðar sushi með hráum …
Flestir þeirra sem veiktust höfðu nýlega borðar sushi með hráum túnfisk. Heiðar Kristjánsson

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú veikindi 53 einstaklinga sem greinst hafa með salmonellu. Veikindin hafa verið tengd við hráan túnfisk.

Einstaklingar í níu fylkjum Bandaríkjanna veiktust. Þar af eru 31 í Kaliforníu en restin býr í Arizona, Illinois, Mississippi, Nýju Mexíkó, South Dakota, Virginíu, Washington og Wisconsin.

Samkvæmt frétt NBC hafa tíu manns verið fluttir á sjúkrahús en engin dauðsföll verið tilkynnt. Orsök veikindanna er óþekkt en flestir sem veiktust sögðust hafa nýlega borðað sushi sem innihélt hráan túnfisk. 

Salmonella er baktería og algengasta orsök matareitrunnar í Bandaríkjunum. Einkenni salmonellu er niðurgangur, magakrampar og hiti. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum Bandaríkjanna eiga eldri borgarar, ung börn, óléttar konur og fólk með veikbyggt ónæmiskerfi, að varast það að borða hráan fisk og hráan skelfisk. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert