Hnetudrottningin látin laus

„Hnetu­drottn­ing­in“ Cho Hyun-Ah sem var fangelsuð fyrir að hafa brotið flugöryggisreglur þegar hún reiddist yfir því að fá macadamia hnetur í poka en ekki skál hefur nú verið látin laus.

Cho er dóttir forstjóra Korean Air flugfélagsins, en hún krafðist þess að hætt yrði við flugtak farþegaþotunnar í New York og flugliðanum sem þjónaði henni hent út. Hún var í febrúar dæmd í eins árs fangelsi en áfrýjaði dómnum. Hæstirétturinn komst að því í dag að hún yrði látin laus á skilorði.

Hnetu­málið hef­ur vakið heims­at­hygli og þykir sýna hroka valda­stétta í Suður-Kór­eu gagn­vart þeim sem eru af lægri þjóðfé­lags­stig­um. 

Sak­sókn­ar­ar kröfðust þess að Cho, sem var á þess­um tíma í fram­kvæmda­stjórn flug­fé­lags­ins, yrði dæmd í þriggja ára fang­elsi fyr­ir að ógna flu­gör­yggi, hindra rétt­vís­ina og árás á flugliða.

At­vikið átti sér stað þann 5. des­em­ber sl. er flug­vél Kor­e­an Air var að fara frá New York til Seúl. Cho var um borð í vél­inni og krafðist þess að vél­inni, sem var að und­ir­búa flug­tak, yrði snúið við að hliðinu svo hægt væri að vísa flugliðanum frá borði.

Dóm­ar­inn sagði að Cho hafi hegðað sér eins og um einka­flug­vél henn­ar væri að ræða. Ef­ast megi um hvort hnet­urn­ar hafi einu sinni verið born­ar fram á rang­an hátt. Að sögn dóm­ara hafi Cho ekki einu sinni sýnt næga iðrun vegna fram­komu sinn­ar þrátt fyr­ir að hún hafi lagt fram nokk­ur bréf í rétt­in­um þar sem hún lýs­ir yfir eft­ir­sjá vegna hegðunar sinn­ar. 

Hnetudrottningin á leið í fangelsi

Hnetu­drottn­ing­in fyr­ir dómi

Hnetu­dólg­ur­inn ákærður

Hnetu­dólgs­málið vind­ur upp á sig

Hnet­ur kostuðu hana starfið

Cho Hyun-Ah fyrir dómi í dag.
Cho Hyun-Ah fyrir dómi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert