Írar samþykkja hjónaband samkynhneigðra

Írar hafa samþykkt, með miklum meirihluta, að breyta stjórnarskrá sinni til að leyfa fólki af sama kyni að ganga í hjónaband. Þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram í gær.

Á sjötta tímanum í dag lágu fyrir endanleg úrslit á 40 af 43 kjörstöðum og höfðu þá 62,3% samþykkt tillöguna.

Talning atkvæða hófst klukkan átta í morgun en Aodhan O'Riordain, jafnréttismálaráðherra Írlands, sem fylgist með talningunni, sagði á Twitter-síðu sinni í hádeginu að hann væri sannfærður um að tillagan yrði samþykkt eftir að hann sá atkvæði úr fyrstu kjörkössunum í Dublin.

Írar hafa kosið, með yfirgnæfandi meirihluta, að breyta stjórnarskrá sinni til að leyfa fólki af sama kyni að ganga í hjónaband.

„Niðurstaðan er já og það með yfirburðum í Dyflinni. Í dag er ég stoltur af því að vera Íri,“ sagði ráðherrann.

Írland er þar með fyrsta landið sem samþykkir hjónabönd para af sama kyni í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert