Munu refsa eiginkonu Ástralans

Tony Abbott forsætisráðherra Ástralíu
Tony Abbott forsætisráðherra Ástralíu EPA

Tony Abott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að hart verði tekið á gjörðum eiginkonu Khaled Sharrouf, Ástrala sem grunaður er um að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi í Sýrlandi og birti mynd af sjö ára syni sínum haldandi á rotnandi höfði sýrlensks hermanns, komi hún aftur heim til Ástralíu.

Fjölskyldan hefur búið í Sýrlandi að undanförnu og eru hjónin grunuð um að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Í gær var greint frá því að eiginkonan, Tara Nettleon, hefði óskað eftir því að snúa aftur heim til Ástralíu með börn þeirra hjóna.

Talið er að þau hafi búið Raqqa að undanförnu. Talið er að börn hjónanna hafi orðið vitni að alvarlegum glæpum í Sýrlandi.

Abbott sagði að jafnvel þó að hún og aðrir glæpamenn segðu að þau hefðu áttað sig á mistökum sínum, þyrftu þau samt sem áður að takast á við afleiðingar gjörða sinna.

Faðir Nettleton segist ekki hafa séð dóttur sína í tíu ár. „Ég elska dóttur mína enn og vona að hún komi örugg heim,“ sagði hann í samtali við fjölmiðla.

Fyrr á þessu ári var greint frá því að 14 ára dóttir hjónanna hefði gengið í hjónaband með besta vini Sharrouf, öðrum Ástrala sem hefur barist fyrir Íslamska ríkið. Hann hefur birt myndir af sér þar sem hann stillir sér upp með líkum.

Frétt mbl.is: Útlendir vígamenn flykkjast til Írak

Umfjöllun CNN um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert