Kaup á vændi gerð ólögleg í N-Írlandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. ljósmynd/Árni Torfason

Kaup á vændi voru í dag gerð ólögleg í Norður-Írlandi, sem er því fyrsti hluti Bretlands til að innleiða strangari löggjöf sem beinist að því að refsa kaupendum í stað seljendum vændis.

Kosið var um hin nýju lög á þinginu í Norður-Írlandi á síðasta ári og voru þau samþykkt með 81 atkvæði gegn 10. Þeir sem brjóta lögin geta átt yfir höfði sér eins árs fangelsi eða þúsund punda sekt, sem samsvarar rúmum 200 þúsund krónum.

Nú verður þó ekki ólöglegt að falast eftir kynlífi á almannastöðum, og með því fylgt fordæmi Svía sem kynntu slík lög árið 1999.

Nýju lögin eru hluti af átaki sem beinist að því að refsa kaupendum frekar en seljendum. Gagnrýnisraddir eru þó uppi um að þetta muni gera það að verkum að vændisheimurinn lokist enn frekar og erfitt verði að framfylgja lögunum og verja seljendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert