Kólerufaraldur og vannæring

Íþróttaleikvangurinn í Kagunga í Tansaníu er orðinn að umferðarmiðstöð flóttafólks frá nágrannaríkinu Búrúndí sem flæða yfir landamærin. Sameinuðu þjóðirnar leggja nú Tansaníu og Rúanda lið til að bregðast við auknum fjölda flóttamanna. Að minnsta kosti 70 þúsund manns hafa flúið höfuðborg Búrúndí, Bujumbura, síðan í apríl. Fjöldi barna er meðal flóttamannanna. Í apríl tilkynnti forseti landsins að hann hygðist bjóða sig fram í þriðja sinn og mótmæli og átök brutust út.

Eitt þeirra vandamála sem blossað hafa upp í flóttamannabúðunum í Tansaníu er kólerufaraldur. Þegar hafa 30 látist af völdum hans. Í Rúanda er matarskortur viðvarandi í flóttamannabúðunum og talið að um 60% barna frá Búrúndí sem þar þurfa að dvelja, þjáist orðið af vannæringu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert