Alvarlegur þurrkur í Norður-Kóreu

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.

Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu vöruðu í gær við því að í landinu ríkti nú versti þurrkur í heila öld. Matarskortur væri jafnframt yfirvofandi.

Ríkisfréttastofan KCNA greindi frá því að allt að 30% af allri hrísgrjónauppskeru í Norður-Kóreu væri að verða ónýt.

Landið varð seinast fyrir miklum þurrkum fyrir um tveimur áratugum. Þá létu um hundað þúsund íbúar landsins lífið.

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er þriðjungur barna í landinu vannærður.

Erlendir sérfræðingar hafa bent á að mjög óvenjulegt sé að norður-kóresk stjórnvöld viðurkenna opinberlega að þurrkur sé í landinu. Það gæti bent til þess að staðan væri mjög alvarleg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert