Vígja nýjan flugvöll í Norður-Kóreu

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Ríkisfjölmiðlar Norður-Kóreu hafa gefið út myndir af glænýjum flugvelli í höfuðborg landsins, Pjongjang. Sýna myndirnar leiðtogann Kim Jong-un ásamt eiginkonu sinni skoða veitingastaði og búðir á flugvellinum. Áætlað er að flugvöllurinn verði opnaður 1. júlí, en hann mun aðeins þjónusta nokkrar flugleiðir.

Fyrr í mánuðinum bárust fregnir að því að íbúar landsins glímdu við versta þurrk í heila öld og óttast er að matur verði brátt af skornum skammti eins og á tíunda áratugnum.

Frétt breska ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert