Stúlka lést í eldsprengingunni

Gríðarlegur eldur braust út og um 500 slösuðust, þar af …
Gríðarlegur eldur braust út og um 500 slösuðust, þar af 200 alvarlega. AFP

Tvítug stúlka sem hlaut brunasár á 90% líkama síns er sprenging varð í vatnsrennibrautagarði í Taívan er látin. Um 500 slösuðust í sprengingunni. Reikna má með að skipuleggjendur viðburðar sem fólk var að sækja í garðinum verði lögsóttir.

Frétt mbl.is: Yfir 500 slasaðist í Taívan

Litaveisla svokölluð var haldin í garðinum á laugardag. Kornsterkju í ýmsum litum var úðað á viðstadda. Efnið er mjög eldfimt. Um 1.000 sóttu hátíðina og slasaðist því rúmlega helmingur. Um 200 hlutu alvarleg brunasár og er hlúð að þeim á 43 sjúkrahúsum vítt og breitt um landið. Garðurinn er rétt utan við höfuðborgina Taipei.

Tólf ára bróðir stúlkunnar sem lést er einnig alvarlega slasaður og talið er að hann sé með brunasár á um 80% líkamans.

Þrír voru handteknir í kjölfar eldsvoðans. Þeim var sleppt gegn tryggingu í gær. 

Enn er verið að rannsaka hvernig eldurinn kviknaði. Talið er mögulegt að ljós á sviði í garðinum hafi orðið til þess. Þá er einnig talið mögulegt að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. 

Fólkið var þakið litríkri kornsterkju sem er mjög eldfim. Eldur …
Fólkið var þakið litríkri kornsterkju sem er mjög eldfim. Eldur læsti sig í fólkið og fjölmargir slösuðust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert