Víða varað við miklum hita

Það er hitabylgja í Bretlandi.
Það er hitabylgja í Bretlandi. AFP

Hiti gæti farið upp í allt að 35 stig í Bretlandi næstu tvo daga. Íbúar og ferðamenn hafa verið varaðir við hitanum og er búist við samgöngutruflunum víða um landið. Gert er ráð fyrir að morgundagurinn verði heitasti dagur ársins í landinu.

Hiti fór yfir 40 gráður á Spáni og í Portúgal í gær og hefur víða verið varið við miklum hita í Evrópu. 

Sérstaklega þarf að huga að heilsu þeirra sem eldri eru, ungra barna og þeirra sem glíma við alvarlega sjúkdóma.

Landssamtök verkalýðsfélaga í Bretlandi (TUV) hvetja vinnuveitendur til að slaka á kröfum varðandi klæðaburð næstu daga og leyfa því að vinna sveigjanlegan vinnudag. Þá ætti einnig að vera boðið upp á kalda drykki  á vinnustöðum næstu daga og starfsfólk ætti að fá að taka regluleg hlé frá vinnu sinni.

Spánverjar óttast skógarelda vegna hitans en þar gæti hitinn farið upp í 41 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert