Taka endanlega ákvörðun í dag

Endanleg ákvörðun verður tekin innan Evrópusambandsins í dag um það hvort björgunaraðgerðir handa Grikkjum, sem runnu út á miðnætti, verði framlengdar. Yfirvöld í Grikklandi vona að með þessu verði hægt að koma í veg fyrir að landið detti út úr evrusamstarfinu.

Grikk­land varð í gær fyrsta þróaða ríkið sem stend­ur ekki skil á skuld­bind­ing­um sín­um við Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn (AGS), þegar rík­is­sjóður Grikk­lands greiddi ekki einn og hálf­an millj­arð evra, sem Grikk­land átti að greiða í dag.

Fjár­málaráðherr­ar evru­ríkj­anna höfnuðu því í gærkvöldi að fram­lengja björg­un­araðgerðirnar, en stjórn­völd í Aþenu höfðu bæði farið fram á nýj­an björg­un­ar­pakka til tveggja ára og stutta fram­leng­ingu á áætl­un­inni sem rann út í nótt. Þeir munu þó koma aftur saman í Brussel í dag og taka endanlega ákvörðun.

Um 20.000 manns söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í Aþenu og kröfðust áframhaldandi aðildar Grikklands að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um samning grísku stjórnarinnar við lánardrottna landsins fer fram á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert