Þurfa að veita yfirvöldum DNA-sýni

Frá þinghaldi í Kúveit.
Frá þinghaldi í Kúveit. AFP

Þingmenn í Kúveit samþykktu í dag lagafrumvarp þess efnis að allir ríkisborgarar og erlendir íbúar landsins þurfti að veita yfirvöldum DNA-sýni. Eru þessi lög hluti af viðbrögðum yfirvalda við sjálfsmorðsárás á mosku í landinu sem framin var á föstudaginn. 26 létu lífið í árásinni.

Með frumvarpinu er vonast til þess að yfirvöld geti handtekið gerendur hraðar í glæpamálum. Gerður verður gagnagrunnur með sýnum úr öllum íbúum landsins, en í Kúveit eru 1,3 milljón ríkisborgarar og 2,9 milljónir útlendingar.

Þeir sem neita að gefa sýni geta verið dæmdir í eins árs fangelsi eða þurfa að borga sekt upp á 33.000 bandaríkjadali eða 4,3 milljónir íslenskra króna. Þeir sem afhenda fölsuð sýni geta þurft að sitja í fangelsi í allt að sjö ár.

Þingið samþykkti jafnframt aukafjárveitingu upp á 400 milljónir bandaríkjadali til innanríkisráðuneytisins til þess að koma gagnagrunninum upp.

Maður sprengdi sig í loft upp í moskunni á meðan föstudagsbænahaldi stóð á föstudaginn. 227 særðust í árásinni en 26 létu lífið. Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni,en hún var gerð á mosku sjíta múslíma. Yfirvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn. Hann hét Fahd Suleiman Abdulmohsen al-Qabaa og var fæddur árið 1992 sem þýðir að hann var 23 ára gamall þegar hann lést.

Fyrri fréttir mbl.is:

Aðstoðarmaðurinn handtekinn

Fjórir létu lífið í sjálfmorðsárás

Fahd Suleiman Abdulmohsen al-Qaba'a sprengdi sig í loft upp í …
Fahd Suleiman Abdulmohsen al-Qaba'a sprengdi sig í loft upp í moskunni á föstudaginn. Hann var 23 ára gamall. AFP
26 létu lífið í árásinni á föstudaginn.
26 létu lífið í árásinni á föstudaginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert