Frakkar munu gera allt til að halda í Grikki

Frakkar munu gera allt sem þeir geta til að halda Grikkjum áfram í evrusamstarfinu, þar sem það væri of áhættusamt að leyfa þeim að yfirgefa það. Þetta segir Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands. Áður en neyðarfundur leiðtoga­ evru­ríkj­anna hófst í dag sagði hann að grundvöllur fyrir nýjan samning væri til staðar.

Leiðtogar evruríkjanna hafa ítrekað óskað þess að Grikkir leggi fram nýtt tilboð eftir að fyrri hugmyndum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Samkvæmt heimildum BBC hafa hins vegar engar nýjar hugmyndir verið kynntar í dag.

Haft hefur verið eftir Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, að hann vilji sjá 30% afskriftir á skuldum Grikklands, en þær nema um 323 milljörðum evra.

Frakkar munu gera allt til að halda Grikkjum í evrusamstarfinu.
Frakkar munu gera allt til að halda Grikkjum í evrusamstarfinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert