Stunginn til bana í nautahlaupi

AFP

Franskur ferðamaður lést eftir að hafa verið stunginn af nauti í nautahlaupi í bænum Pedreguer í Alicante á Spáni. Frægasta nautahlaupi heims, sem fram fer í Pamplona á Spáni, lauk í dag. Maðurinn stóð á samt vinum á götuhorni er nautið kom æðandi að þeim. Skömmu áður hafði nautum verið hleypt út á götur bæjarins.

Maðurinn sem lést var 44 ára. Hann lést nær samstundis.

Mörg nautahlaup fara fram víða á Spáni þessa dagana. Nokkrir hafa slasast í þeim flestum.

Frétt Sky um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert