Banna Rússar hollensk blóm?

10 milljarðar túlípana eru ræktaðir til útflutnings í Hollandi árlega.
10 milljarðar túlípana eru ræktaðir til útflutnings í Hollandi árlega. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hreinlæti í Rússlandi stafar ógn af blómum frá Hollandi og gætu þau því verið bönnuð í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu rússneska landbúnaðareftirlitsins í dag en þar sagði að bann við blómum frá Hollandi væri „mjög líklegt“. Frá þessu greinir AFP.

Segir landbúnaðareftirlitið blómin bera með sér skaðlegar lífverur sem efnahagi og landbúnaðarframleiðslu landsins stafar alvarleg hætta af. Hollenski blómaiðnaðurinn gæti tapað tugum milljóna Bandaríkjadala verði af banninu.

Samskipti milli Rússa og Hollendinga hafa verið afar stirð eftir að flug MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu fyrir ári síðan. Allir farþegar og áhöfn vélarinnar, 298 talsins, létust þegar hún hrapaði en meirihluti hinna látnu voru Hollendingar. Vesturlönd hafa sakað aðskilnaðarsinna í Úkraínu um að hafa skotið vélina niður með rússnesku flugskeyti. Rússland hefur hafnað nokkurri aðild að atvikinu og þess í stað sakað úkraínska herinn um árásina. Hafa rússnesk yfirvöld einnig sett sig upp á móti tillögum yfirvalda í Malasíu um að herdómstóll verði kvaddur saman vegna málsins.

Margir spyrja sig hvort yfirvofandi blómabann Rússlands tengist stuðningi Hollands við herdómstólinn en talsmaður Kremlinar, Dmitry Peskov, sagði aðspurður það ekki vera á dagskrá yfirvalda að gera málið pólitískt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert