Stungu sér í tóma laug

Skjáskot/Bild.de

Tveir karlmenn í bænum Kulmbach í Þýskalandi létust aðfaranótt laugardags þegar þeir ætluðu að stinga sér til sunds í sundlaug í bænum. Sundlaugin var hins vegar lokuð vegna viðgerða og var því ekkert vatn í henni.

Mennirnir brutust inn á sundlaugasvæðið að næturlagi. Grunur leikur á um að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis. Klæddu þeir sig úr fötunum áður en þeir fóru upp á stökkbretti við laugina og stukku niður.

Talið er að þeir hafi farið á þriggja metra stökkpalli. Laugin er aftur á móti þriggja metra djúp og hefur því fallið verið um 6-8 metrar. 

Fólk sem átti leið framhjá sundlauginni morguninn eftir tók eftir mönnunum og hringdi í sjúkrabíl. Þegar hann kom á staðinn var annar þeirra enn á lífi en afar slasaður og lést hann stuttu síðar. Hinn er talinn hafa látist strax við fallið. Þegar mennirnir fundust var sundlaugin opin og voru baðgestir að synda í sundlauginni við hliðina á tómu lauginni en enginn baðgestanna hafði tekið eftir mönnunum. 

Sjá frétt Bild og myndir af lauginni þar sem slysið varð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert