Hundum sigað á veiðiþjófana

Yfirvöld í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku, einum þekktasta dýralífsgarði í heimi, ætla sér ekki að gefast upp í baráttunni gegn veiðiþjófum sem herja á garðinn. Þeir hafa nú fengið hunda til liðs við sig.

Nashyrningar eru hvergi fleiri í heiminum en einmitt í Kruger-garðinum. Það þykir flestum dásamlegt en aðrir fá dollaramerki í augun og vilja veiða þá. Horn dýranna eru verðmæt enda ímynda sumir sér að með því að mylja þau í duft og taka það inn megi lækna ýmsa kvilla. Margsinnis hefur verið sýnt fram á að efni í hornum nashyrninga hefur engan sérstakan lækningamátt. Ekki frekar en táneglur.

Dæmi eru um að hinir bíræfnu veiðiþjófar sagi hornin af dýrunum meðan þau eru enn á lífi. Þau drepast svo af sárum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert