Birkin ósátt við Hermès

Birkin taskan frá Hermès
Birkin taskan frá Hermès AFP

Breska söngkonan Jane Birkin hefur óskað eftir því við franska munaðarvöruframleiðandann Hermès að nafn hennar verði fjarlægt af handtöskum fyrirtækisins sem eru úr krókódílaskinna eftir að hún komast að því hvaða aðferðum var beitt við gerð þeirra.

Töskurnar kosta tugir þúsunda evra en Birkin taskan þykir tákn um auð og er afar vinsæl meðal fræga fólksins. Ein tegund Birkin töskunnar er gerð úr krókódílaskinni. Dýraverndunarsinnar eru ósáttir við hvernig farið er með dýrin áður en þau verða að Hermès tösku.

„Eftir að mér var bent á miskunnarlausa meðferð á krókódílum þegar þeim er slátrað til þess að búa til Hermès handtöskur með nafni mínu á .... þá hef ég óskað eftir því við Hermès að taka nafnið Birkin Croco af þeim þar til slátrunaraðferðum verður breytt þannig að þær falli að alþjóðlegum aðferðum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Birkin.

Birkin taskan varð til árið 1984 eftir að Birkin átti fund með forstjóra Hermès, Jean-Louis Dumas. Hún benti honum á að það væri erfitt að finna bæði fallega og nytsama handtösku á þessum tíma en hún var ung móðir á þessum tíma.

Allt síðan þá hefur taskan verið eftirlæti fræga fólksins. Meðal annars Victoria Beckham, Kim Kardashian og persóna í Beðmálum í borginni.

Krókódílaútgáfan kostar allt frá 33 þúsund evrum og er hún ein þekktasta afurð Hermes ásamt silkiklútum og töskum sem bera nafn Grace Kelly. Taskan einnig gerð úr húð nauta, kálfa og strúta. Töskurnar eru allar handgerðar í Frakklandi og tekur 18-25 tíma að gera hverja tösku.

Dýraverndunarsamtökin PETA birtu hins vegar nýverið myndskeið sem sýnir gerð töskunnar frá upphafi til enda. Krókódílarnir, en það þarf tvo til þrjá krókódíla í hverja tösku, eru aldir upp á búgörðum víða, td í Texas og Simbabve. Í myndskeiðinu sem fylgir með er sýndar aðfarirnar við drápið á dýrunum í Simbabve og eru viðkvæmir varaðir við því að horfa. 

Hermès hefur þegar brugðist við og tilkynnti í morgun að rannsókn væri hafin á starfsemi þeirra krókódílaræktenda sem fyrirtækið skiptir við.  

<span>Hermès virðir og er sammála viðbrögðum hennar og eru starfsmenn fyrirtækisins í áfalli eftir að hafa séð myndirnar sem PETA birtir í myndskeiðinu, segir í tilkynningu. Byrjað er að rannsaka starfsemina í Texas og bætt verður fyrir alla vanrækslu. Í þeim tilvikum sem um brot er að ræða verður viðkomandi refsað. Tekið er fram í tilkynningunni að <span>Hermès eigi ekki krókódílagarðinn og tekur fram að Birkin töskurnar séu ekki gerðar úr skinnum þaðan. Í</span></span>

<div id="embedded-media"><iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/exv6J0mUk5A" width="853"></iframe> <div id="embedded-remove"></div> </div>

Það þekkja nú örugglega flestir þetta lag hjónanna fyrrverandi Jane Birkin og Serge Gainsbourg. Dóttir þeirra, Charlotte, er þekkt leikkona og söngkona.

<div>   <br/> <div id="embedded-media"><iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/GlpDf6XX_j0" width="640"></iframe> <div id="embedded-remove"></div> </div> </div><div></div>
Jane Birkin.
Jane Birkin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert