Disney mismunar útlendingum

AFP

Disneyland í París er nú til rannsóknar fyrir að mismuna viðskiptavinum eftir þjóðerni. Fyrirtækið er sakað um að neita breskum og þýskum viðskiptavinum um ákveðin tilboð í skemmtigarðinum.

Samkvæmt frétt Financial Times hafa Bretar þurft að greiða 15% meira fyrir dagskort heldur en Frakkar. Samkvæmt frétt BBC staðfestir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að fjölmargar slíkar kvartanir hafi borist frá viðskiptavinum skemmtigarðsins. Upplýsingafulltrúi Disneyland segir að tilboð séu árstíðabundin.

Svo virðist vera að í einhverjum tilvikum hafi franskir viðskiptavinir greitt 1.346 evrur fyrir sérstaka pakka á meðan breskir viðskiptavinir voru látnir greiða 1.870 evrur og þýskir 2.447 evrur.

Guardian

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert