Aurskriða sópaði burt íbúðarhúsum

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Minnst 29 er látnir eftir að gríðarstór aurskriða skall á íbúðarhúsum í héraðinu Kaski við rætur Himalaya. Mikið hef­ur rignt á svæðinu að undanförnu, en slíkt í bland við fjall­lent lands­lag gerir það að verk­um að mikil hætta er á aur­skriðum.

Fréttaveita AFP greinir frá því að aurskriðan hafi sópað burt með sér húsum. Nú þegar hafa björgunarmenn fundið 29 lík, en mjög er óttast að tala látinna rísi þar sem fjölmargra er enn saknað.

Björgunarmenn eru sagðir leita í rústum íbúðarhúsa og mannvirkja í þeirri von að finna fleira fólk á lífi. Eru nú um og yfir 200 leitar- og björgunarmenn á vettvangi, en aurskriðan féll í byggð sem staðsett er um 150 kílómetrum vestur af höfuðborginni Katmandú. 

Þá féllu tvær aðrar aurskriður skammt frá með þeim afleiðingum að þrír létust og 18 særðust. Hinir særðu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert