Litli gíraffinn hálsbraut sig

AFP

Þriggja mánaða gamall gíraffi, sem jarðarbúar fylgdust með koma í heiminn í beinni útsendingu á netinu, drapst í slysi. Gíraffinn fæddist í dýragarðinum í Dallas. 

Litli gíraffinn var kvendýr og fékk nafnið Kipenzi, sem á swahili þýðir „sú elskaða“. Hún var að leika sér við hálfbróður sinn, Kopano, er hún hálsbrotnaði. Dýrahirðar í garðinum segja að hún hafi brotið þrjá hálsliði. 

Kipenzi fæddist 10. apríl og var fæðingin sýnd í beinni útsendingu á vefsíðu Animal Planet. 

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert