Dæmdur fyrir að skipuleggja morð

Sænska lögreglan að störfum í Gautaborg
Sænska lögreglan að störfum í Gautaborg AFP

23 ára gamall maður var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Gautaborg fyrir að skipuleggja morð á leiðtoga glæpagengis í tengslum við morð á bar við Biskopsgården í Hisingen-hverfinu í mars. 

Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi í morgun en auk þess var 17 ára piltur dæmdur í eins árs vistunar í unglingafangelsi fyrir sama brot.

Mennirnir lögðu á ráðin um að myrða tvítugan mann í hefndarskyni fyrir morðið á 25 ára gömlum félaga þeirra. Mennirnir þrír, það er sá 25 ára, 23 ára og 17 ára voru allir í sama glæpagengi.

Maðurinn sem átti að myrða tilheyrir hins vegar öðru glæpagengi í hverfinu og er talið að það gengi hafi staðið á bak við skotárásina á barnum í mars.

Samkvæmt frétt Svenska dagbladet lagði lögregla hald á tvær skammbyssur og haglabyssu á heimili þess sem fékk fimm ára dóm í dag. Jafnframt fannst handsprengja á heimili hans en að sögn þess dæmda var hann að geyma vopnin fyrir vin sinn sem var skotinn til bana í mars.

14 látist á tveimur árum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert