Brakið er ekki einu sinni úr flugvél

AFP

Malasísk rannsóknarnefnd segir að brak sem rak á land á Maldíveyjum sé ekki úr malasísku þotunni, MH370, en þotan hvarf í mars 2014. Að sögn samgönguráðherra Malasíu, Liow Tiong, er brakið ekki einu sinni úr flugvél.

Yfirvöld í Malasíu sendu sérfræðinga til Maldíveyja fyrr í vikunni til þess að rannsaka brak sem rak upp á kóralrif við eyjarnar. Ekki er langt síðan brak úr væng þotunnar fannst á frönsku eyjunni La Réunion sunnar í Indlandshafi.

„Brakið tengist ekki MH370 og er jafnvel ekki úr flugvél,“ sagði ráðherrann í viðtali í dag. Leit stendur yfir víða á eyjum í Indlandshafi en vonir standa til að frekara brak finnist úr þotunni sem hvarf með 239 manns um borð þann 8. mars í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert