Hvetja til samstöðu í málefnum flóttamanna

Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande, forseti Frakklands, hvöttu á blaðamannafundi í dag til samstöðu meðal Evrópuríkja í að takast á við málefni flóttamanna. Þau sögðu flótta frá stríðshrjáðum svæðum nú vera þann mesta síðan í síðari heimsstyrjöld. Merkel fordæmdi það sem hún kallaði ógeðfelld mótmæli gegn flóttafólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert