Vopnaðir á Pokémon móti

Riffillinn sem mennirnir höfðu meðferðis var af gerðinni AR-15 eins …
Riffillinn sem mennirnir höfðu meðferðis var af gerðinni AR-15 eins og sést á myndinni. AFP

Um helgina fór fram árlegt heimsmeistaramót í Pokémon, þar sem hundruð keppenda komu víðsvegar úr heiminum til þess að keppa um titilinn og 25.000 dala vinningsfé sem samsvarar rúmlega þremur milljónum króna. Tveir keppenda létu þó ekki nægja sér að hafa meðferðis Pokémon spil heldur höfðu einnig með sér haglabyssu, riffil og stóran hníf en vopnin fundust í skotti spilaranna að því er kemur fram á vef The Washington Post

Keppendurnir sem höfðu keyrt alla leið frá Iowa fylki til Boston til þess að taka þátt í mótinu hétu Kevin Norton og James Stumbo en samkvæmt lögreglunni í Boston höfðu þeir á netinu haft í hótunum um að myrða andstæðinga og komu útbúnir eftir því.

Mennirnir sem höfðu ekki tilskilin leyfi til þess að bera byssurnar voru handteknir og færðir til yfirheyrslu, en óvíst er um hvort brandara sem gekk allt of langt hafi verið að ræða. Lögreglan telur að tekist hafi að afstýra mögulegum harmleik. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert