Björn réðist á franskan ferðamann

Wikipedia

Frönsk kona varð fyrir alvarlegum meiðslum þegar bjarndýr réðist á hana í austurhluta Rússlands á miðvikudaginn. Konan, sem er 29 ára gömul, var á ferðalagi með vinafólki á Kamtsjaka-skaga þegar árásin átti sér stað. 

„Konan varð á vegi bjarndýrsins þegar hún var við fjallaklifur í Tolbachik-eldfjallinu ásamt vinum sínum,“ er haft eftir Viktor Roumantsiev hjá rússneska utanríkisráðuneytinu í frétt AFP. Konan var flutt á sjúkrahús með alvarlega áverka á fótleggjum og í andliti en ástand hennar er stöðugt. 

Roumantsiev segir fólkið hafa verið á ferð án leiðsögumanna. Talið er að um 15 þúsund bjarndýr sé að finna á svæðinu en tengundin getur orðið allt að þrír metrar á hæð í uppréttri stöðu og allt 700 kíló. Þetta er í þriðja sinn sem bjarndýr ræðst á fólk á svæðinu á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert