Nýburi lést eftir rottubit á spítala

Reykvísk rotta
Reykvísk rotta mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Nýburi lést á sjúkrahúsi á Indlandi eftir að hafa verið bitinn af rottu. Þrír starfsmenn sjúkrahússins hafa verið reknir vegna málsins.

Að sögn móður drengsins sem lést var hann tíu daga gamall en hann var á sjúkrahúsi vegna þvagfærasýkinga. 

Móðir hans, Chavali Lakshmi, segir að hún hafi bent starfsfólki á Guntur ríkissjúkrahúsinu á að svo virtist sem fingur drengsins hafi verið nagaður af þegar hann lá á vökudeild spítalans. „Sonur okkar átti að fara í skurðaðgerð en við tókum eftir sárum á hægri hendi hans á miðvikudag. Rotta hafði nagað fingur hans af,“ segir Lakshmi í viðtali við fjölmiðla. 

Ríkisstjórinn í Andhra Pradesh,  N. Chandrababu Naidu, segir að þrír starfsmenn sjúkrahússins hafi verið reknir og að rannsókn sé hafin á dauða drengsins.

„Er í áfalli og mjög  ringlaður eftir að hafa frétt að nýfæddur drengur hafi látist eftir rottubit á Guntur sjúkrahúsinu, skrifar Naidu á Twitter. Hann segist hafa tilkynnt yfirmönnum sjúkrahússins að svona eigi ekki að geta gerst.

Yfirmaður sjúkrahússins segir að svo virðist sem ekki hafi dugað að setja upp rottugildrur á vökudeildinni líkt og gert hafi verið vegna kvartana um rottugang.

<blockquote class="twitter-tweet">

Shocked &amp; deeply disturbed after learning that a baby boy died after being bitten by rats in Guntur Hospital. Suspended 3 officials. (1/2)

— N Chandrababu Naidu (@ncbn) <a href="https://twitter.com/ncbn/status/636598591889342465">August 26, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Sought a secretary-level inquiry &amp; report on this within 48 hours. Warned officials that such an incident should not recur. (2/2)

— N Chandrababu Naidu (@ncbn) <a href="https://twitter.com/ncbn/status/636598949831249921">August 26, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert