Sakaðir um að svindla í brids

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Tveir ísraelskir bridsspilarar, Lotan Fisher and Ron Schwartz, hafa verið sakaðir af liðsfélögum sínum um að svindla í þremur alþjóðlegum bridskeppnum. Ekki liggur þó fyrir með hvaða hætti meint svindl mun hafa átt sér stað samkvæmt fréttavef Daily Telegraph.

Fram kemur í fréttinni hafa fjórir  fyrrum liðsfélagar þeirra Fishers og Schwartz hafa ákveðið að afsala sér þremur titlum sem liðið vann í sameiningu á þessu og á síðasta ári.  Fisher hefur svarað ásökununum á þann veg að hinir í liðinu væru einfaldlega öfundsjúkir vegna hæfileika þeirra Schwartz.

Liðið, sem var auk þeirra Fishers og Schwartz samansett af tveimur Bandaríkjamönnum og tveimur Norðmönnum, vann Spingold-mótið í Las Vegas í Bandaríkjunumí júlí á síðasta ári, Reisinger-mótið í borginni Providence í Rhode Island-ríki í nóvember og loks Jacoby Swiss-mótið í New Orleans í mars á þessu ári.

Norðmaðurinn Boye Brogeland, sem er íslenskum bridsspilurum að góðu kunnur, setti ásakanirnar fram á þriðjudaginn og sagðist hafa stuðning annarra í liðinu fyrir utan Fisher og Schwartz. Liðsfélagar þeirra væru sammála um að Ísraelsmennirnir hefðu svindlað í mótunum þremur. Hann hefur hins vegar ekki upplýst í hverju svindlið hafi falist.

Fischer og Schwartz hafa unnið fjölda alþjóðlegra móta á síðustu þremur árum þótt þeir séu ungir að árum og eru meðal annars núverandi Evrópumeistarar í sveitakeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert