Þarf að greiða fyrir gráu skuggana

Í kjölfar kvikmyndarinnar Fifty Shades of Grey jókst sala á …
Í kjölfar kvikmyndarinnar Fifty Shades of Grey jókst sala á kynlífsleikföngum verulega. AFP

Hin ástralska Amanda Hayward þarf að greiða fyrrverandi viðskiptafélaga sínum Jennifer Pedroxa 10,7 milljónir bandaríkjadala, eða sem samsvarar rúmum 1,3 milljarði íslenskra króna. Konurnar áttu útgáfufyrirtækið sem kom þríleiknum um Fimmtíu gráa skugga á kortið.

Hayward og Pedroxa unnu saman að kynna og selja bækurnar og ráku útgáfufyrirtæki á internetinu. Þær seldu síðar útgáfuréttinn til bókaútgáfunnar Random House og hefur dómur komist að þeirri niðurstöðu að Hayward hafi svindlað á Pedroxa.

Hayward skrifaði undir samninginn fyrir hönd þeirra beggja og plataði Pedroza til að skrifa undir samning þar sem hún afsalaði sér höfundarlaunum.

Þríleikurinn vinsæli hefur selst í meira en 100 milljónum eintaka um allan heim og þá hafa fjölmargir séð kvikmynd sem gerð var eftir fyrstu bókinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert