Lágvaxnasti karlmaður heims látinn

Chandra Bahadur Dangi og Sultan Kosen.
Chandra Bahadur Dangi og Sultan Kosen. AFP

Lágvaxnasti karlmaður heimsins samkvæmt Heimsmetabók Guinness, Nepalinn Chandra Bahadur Dangi, lést gær á sjúkrahúsi á bandarísku Samóaeyjum. Banamein hans hefur ekki verið gefið upp en hann var 75 ára að aldri þegar hann lést.

Dangi var 54,6 cm að hæð. Eftir að hann var lýstur lágvaxnasti maður heims ferðaðist hann um allan heiminn þar sem myndir voru teknar af honum. Meðal annars var tekin mynd af honum árið 2013 með hávaxnasta manni heims, Sultan Kosen, árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert