Koddaslagur fór úr böndunum

Frá útskrift frá West point.
Frá útskrift frá West point. Wikipedia

Þrjátíu nemendur við herskólann West Point í Bandaríkjunum slösuðust þegar hefðbundinn koddaslagur nýnema við skólann 20. ágúst fór úr böndunum. Þar af fengu 24 heilahrising en svo virðist sem einhverjir nemendanna hafi sett harða hluti í kodda sína.

Fram kemur í frétt AFP að einn nemendanna hafi fótbrotnað í koddaslagnum og nokkrir fóru úr axlarlið. Hafin er rannsókn á málinu af hálfu herskólans. Engin áform eru þó um að refsa nemendunum eða hætta við hinn árlega koddaslag. Talsmenn skólans fullyrða að allir nemendur sem slösuðust í slagnum hafi náð sér af meiðslunum.

Löng hefð er fyrir koddaslagnum sem nær aftur til ársins 1897.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/UOMb2FOwIgM" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert