Vill ekki stórríki inn um bakdyrnar

Evrópski seðlabankinn.
Evrópski seðlabankinn. AFP

Fyrirætlanir Evrópusambandsins um að setja á laggirnar sérstakt fjármálaráðuneyti fyrir evrusvæðið fela í sér hættulega tilraun til þess að koma á einu ríki í gegnum bakdyrnar og brýtur í bága við meginreglur nútímalegs lýðræðis. Þá er fyrirkomulag evrusvæðisins ekki sjálfbært til lengri tíma litið. Evran kann að lifa áfram um tíma við óbreyttar aðstæður en mun að lokum liðast í sundur verði haldið áfram að brjóta gegn reglum þess.

Þetta er haft eftir dr. Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingi Evrópska seðlabankans, á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph en Issing hefur gjarnan verið nefndur einn af feðrum evrunnar vegna þáttöku sinnar í að koma evrusvæðinu á laggirnar á sínum tíma. Hættulegt væri að hans mati að færa völd yfir skattheimtu og opinberum útgjöldum til federalískra stofnana Evrópusambandsins áður en einu ríki, sem hvíli á lýðræðislegum stoðum, hafi fyrst að fullu verið komið á laggirnar.

Haft er ennfremur eftir Issing að slíkar breytingar á stjórnskipun Evrópusambandsins, sem í reynd fæli í sér að sambandið yrði að einu ríki með þingi með sambærileg völd og Bandaríkjaþing, væru óhugsandi við núverandi aðstæður í stjórnmálum innan þess. Verði engu að síður þrýst á um slíkar breytingar væri erfitt að sjá hvernig tryggt að fyrirkomulaginu fylgdi lýðræðisleg ábyrgð. Enn um sinn yrði að fela ríkisstjórnum og þjóðþingum ríkja Evrópusambandsins, sem væru lýðræðislega ábyrg gagnvart kjósendum, það verkefni að sjá um eigin fjárlög.

„Ekki er hægt að koma á einu ríki innan Evrópusambandsins í gegnum bakdyrnar. Það brýtur í bága við þá grundvallarreglu að skattheimta eigi sér ekki stað án fulltrúa við borðið og felur í sér ranga og hættulega nálgun,“ segir Issing. Fram kemur í fréttinni að hann hafi sjálfur alltaf verið opinn fyrir því að sett yrðu á laggirnar Bandaríki Evrópu hliðstæð við Bandaríki Norður-Ameríku. Hann sé hins vegar ekki hlynntur því að ekki sé farið alla leið og yfirþjóðlegar stofnanir taki þannig ákvarðanir fyrir luktum dyrum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert