Golfari varð býflugum að bráð

Brynjar Gauti

Golfari sem var að spila á velli í Michigan í Bandaríkjunum lést eftir að hafa verið stunginn af hópi býflugna. Flugurnar réðust á hann er hann var að leita að golfboltanum í skóglendi við völlinn. 

Maðurinn hét Darryl Dever og var 64 ára. Hann var stunginn yfir 20 sinnum. Hann var að leita í skóginum að boltanum er býflugnasveimur kom út úr búi sínu sem var á jörðu niðri og réðst á hann. Dever átti í fyrstu erfitt með andardrátt og lést svo skömmu síðar, segir í frétt Reuters um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert