„Við höfum þegar endurskilgreint hjónabandið“

Kæra Kim Davis. Það að þú megir ekki selja dóttur …
Kæra Kim Davis. Það að þú megir ekki selja dóttur þína fyrir þrjár geitur og kú þýðir að við höfum nú þegar endurskilgreint hjónabandið.

Þegar Kim Davis, sýsluritarinn sem var fangelsuð fyrir að neita að gefa út hjúskaparvottorð vegna þess að búið væri að leyfa hjónaband samkynhneigðra, kemur í heimabæ sinn á henni eftir að bregða heldur betur í brún.

Frétt mbl.is: „Samkynhneigð er viðurstyggð“

Samtökin Planting Peace hafa keypt auglýsingaskilti með myndinni hér að ofan, en á henni stendur: „Kæra Kim Davis. Það að þú megir ekki selja dóttur þína fyrir þrjár geitur og kú þýðir að við höfum nú þegar endurskilgreint hjónabandið.“

Frétt mbl.is: „Nei! Við gáfum ekki leyfi“

Á vefsíðu samtakanna segir að andstæðingar réttindabaráttu samkynhneigðra sé upp til hópa ofstopamenn sem skilgreini hefðbundnar „stofnanir“ eins og hjónaband út frá bókstafstúlkun á ævafornum trúartexta. Á sama tíma kjósi sama fólk hins vegar að líta algjörlega framhjá öðrum hlutum ritningarinnar og sópa þeim einfaldlega undir teppið.

Frétt mbl.is: Hommahatarar fordæma sýsluritarann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert