Hringdi ekki í Elton John

Sir Elton John
Sir Elton John AFP

Skrifstofa forseta Rússland, Vladimírs Pútíns, neitar því að forsetinn hafi hringt í breska tónlistarmanninn Elton John, líkt og sá síðari hefur haldið fram.

Elton John sagði um helgina að hann vildi ná tali af Pútín varðandi réttindi samkynhneigðra í Rússlandi. Síðar setti John inn skilaboð á Istagram þar sem hann takkaði Pútín fyrir símtalið.

En talsmaður forsetaembættisins segir að þeir hafi ekki rætt saman og í samtali við BBC ýjar hann að því að einhver hafi verið að gabba tónlistarmanninn.

Elton John skrifaði á Instagram að hann bíði spenntur eftir því að hitta hann augliti til auglitis og ræða málefni samkynhneigðra í Rússlandi. Samkvæmt BBC hefur skrifstofa tónlistarmannsins sagt að mennirnir tveir hafi rætt saman en Dmitrí Peskov, talsmaður forsetaembættisins segir að það sé ekki rétt.

Pútín hringdi í Elton John

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert