Stærsta bjórhátíð heims hafin

Októberfest, stærsta bjórhátíð heims, er hafin í München í Þýskalandi. Gestir streyma þá til borgarinnar víða og langt að og njóta veiga og skemmtiatriða á hverri krá og úti á götum. 

Hefð er fyrir því að borgarstjóri München hefji hátíðina á því að taka tappann úr fyrstu bjórtunnunni. Það gerði Dieter Reiter með bros á vör og skálaði fyrir friðsamlegri hátíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert